Alls var 91 kaupsamningi um fasteignir á Suðurlandi þinglýst í nýliðnum nóvember.
Þar af voru 23 samningar um eignir í fjölbýli, 41 samningur um eignir í sérbýli og 27 samningar um annars konar eignir. Þetta er svipaður fjöldi samninga og í nóvember í fyrra.
Heildarveltan var hins vegar 720 milljónum króna meiri en á sama tíma í fyrra, alls rúmir 2,4 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 26,5 milljónir króna.
Af þessum 91 samningi voru 45 samningar um eignir á Árborgarsvæðinu, þ.e. Árborg, Hveragerði og Ölfusi.
Heildarveltan á Árborgarsvæðinu var tæplega 1,3 milljarðar króna og hefur ekki verið meiri síðan í nóvember 2007.