Heilsugæslustöð HSU á Kirkjubæjarklaustri á góða velunnara sem hafa fært stöðinni gjafir á árinu sem er að líða.
Kvenfélagið Hvöt færði heilsugæslunni friðarpípu fyrir börn en Sólveig Pálsdóttir, formaður kvenfélagsins, afhenti gjöfina fyrir hönd félagsins.
Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps færði heilsugæslunni fósturhjartsláttartæki en Karítas Kristjánsdóttir, formaður kvenfélagsins, afhenti gjöfina fyrir hönd sinna félagsmanna.
Styrktarsamtök heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri gáfu heilsugæslunni notað sónartæki, ný saumaáhöld og lífsmarkamæli. Um þessar mundir er verið að vinna að miklum endurbótum á húsnæði heilsugæslunnar og hafa styrktarsamtökin heitið því að endurnýja ýmsan tækjabúnað í kjölfar endurbótanna og að gefa fé í ýmsar lagfæringar á aðstöðunni innanhús.
Í frétt frá HSU segir að allar þessar gjafir komi svo sannarlega að góðum notum og það sé ómetanlegt fyrir starfsfólkið að finna þann góða hug sem allir þessir styrktaraðilar hafa til heilsugæslunnar og þess góða starfs sem þar er unnið.