Heilsugæslan komin í Tjarnarbyggð

Gamla heilsugæsluhúsið á Eyrarbakka var í gærkvöldi fjarlægt af grunni sínum við Eyrargötu og flutt á vörubílspalli í Tjarnarbyggð.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hætti að nota húsið 1. janúar 2009 og í kjölfarið var það sett á sölu hjá Ríkiskaupum. Húsið mun þjóna hlutverki íbúðarhúss í Tjarnarbyggðinni og hafa nýjir eigendur sett það á sökkul við Suðurbraut 44.

Það var kranaþjónusta JÁVERK sem sá um flutningana og gekk verkið vel fyrir sig.

Fyrri greinFyrsti mjaltaþjónninn eftir kreppu
Næsta greinGuðrún ráðin deildarstjóri