Áætlað er að heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hvolsvelli opni á ný eftir framlengda sumarlokun þann 16. nóvember næstkomandi.
Þetta kemur fram á heimasíðu HSu.
Heilsugæslustöðin hefur verið lokið síðan í sumar en unnið hefur verið að framkvæmdum í húsinu. Á fundi sínum þann 8. október sl. harmaði sveitarstjórn Rangárþings eystra lokunina og hvatti til þess að framkvæmdum yrði flýtt svo að hægt yrði að opna stöðina sem allra fyrst aftur.