Vegna framkvæmda við endurbætur á heilsugæslustöðinni á Hellu verður stöðin lokuð frá og með mánudeginum 16. desember næstkomandi þar til framkvæmdunum verður lokið næsta vor.
Öll starfsemi lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og heimahjúkrunar fer fram á Hvolsvelli meðan framkvæmdir standa yfir.
Miklar endurbætur verða gerðar á húsinu en stöðin hefur verið hönnuð upp á nýtt. Húsnæðið verður nánast gert fokhelt að innan, milliveggir og lagnir endurnýjaðar og gerð ný heilsugæslustöð miðuð við nútímastaðla.