Heilsusamleg skemmtun á Vorinu

Hátíðin Vor í Árborg er í fullum gangi en henni lýkur á morgun, sunnudag. Mikið var um að vera í miðbæ Selfoss í dag þar sem heilsa og lífsstíll var í fyrirrúmi.

Heilsuefling var í fyrirrúmi í markaðstjaldinu við Tryggvaskála. Gestir gátu fengið fitumælingu, smakkað á ávöxtum, kynnt sér jóga og brugðið sér í bekkpressu svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirsætur á öllum aldri sýndu föt frá Motivo, Hosilo og Beroma við undirleik trommara úr Tónlistarskóla Árnesinga og Taekwondo deild Selfoss var einnig með sýningu.

Fyrri greinTímabilið mögulega búið hjá Henning
Næsta greinÞórir með fimm í tapleik