Sunnudaginn 28. júní mun Heilsustofnunin Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði halda upp á 60 ára afmælið sitt.
Það verða ýmsar uppákomur og ávörp. Inntakið í afmælisárinu er saga Heilsustofnunar sem var komið á fót árið 1955. Var Jónas Kristjánsson læknir einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi.
Heilsustofnunin var af mörgum í upphafi álitin sérviskulegt hvíldarheimili með grasafæði en er í dag viðurkennd endurhæfingarstofnun í fremstu röð sem hefur liðsinnt þúsundum manna við að ná betri heilsu.
Öll starfsemi Heilsustofnunarinnar hefur því miðast að því að horfa með heildrænum hætti á gesti sína og nota þverfaglega nálgun við meðferð líkamlegra og andlegra kvilla.
Jónas og félagar trúðu því að til þess að ná bata þyrfti að huga að andlegu, líkamlegu og félagslegu ástandi fólks í samhengi. Á síðstu 60 árum hafa þær aðferðir og hugmyndafærði Jónasar og félaga löngu orðið viðurkenndar þó að þær hafi þótt skrýtnar í byrjun.
Viðhorfsbreyting Íslendinga til hins betra í þessum efnum er góður vitnisburður um þær áherslur sem einkennt hafa Heilsustofnunina.