Heilsuvika í útvarpinu

Dagana 16.-21. janúar verður heilsuvika á Suðurland FM í samstarfi við fjölda fyrirtækja. Kafað verður ofan í allt sem tengist heilsu, bæði líkamlegri og andlegri.

Viðtöl verða við sérfræðinga, heilsupunktar og fjöldi glaðninga fyrir dygga hlustendur í laufléttum spurningaleikjum alla vikuna frá fyrirtækjunum sem er annt um heilsu Sunnlendinga.

Það er því heilsusamlegt að vera rétt stilltur á Suðurland fm96,3 eða www.963.is á netinu.

Fyrri greinVilborg ráðin rekstrarstjóri
Næsta greinOf mikið veitt í Soginu