Heilsuvikan í fullum gangi

Heilsuvikan í Rangárþingi eystra er í fullum gangi en í kvöld var Ebba Guðný Guðmundsdóttir með fyrirlestur um næringu og mat í Hvolnum.

Fyrirlesturinn var vel sóttur en þar talaði Ebba Guðný meðal annars um hvernig breyta megi mataræðinu með einföldum skrefum, hvað skiptir máli fyrir líðan og margt fleira. Auk þess kynnti hún vörur sem hún mælir með.

Fjölmargt er í boði í heilsuvikunni. Ratleikur er í gangi alla vikuna, frítt er í nýju líkamsræktina, í bootcamptíma og einnig í sundlaugina þar sem boðið er upp á Lýsi. Einnig eru fyrirlestrar og fjölmargar kynningar í boði.

Fyrri greinHK vann Selfoss í hörkuleik
Næsta greinFimm tilnefningar til frumkvöðlaverðlauna