Heimilisleg gisting á Hjarðarbóli

„Já, það má segja að það hafi verið smá heimþrá líka, enda gaman að koma heim aftur og byggja eitthvað slíkt upp sjálfur,“ segir Sigríður Helga Sveinsdóttir, nýr staðarhaldari og hótelstýra á Hjarðarbóli í Ölfusi, en hún ásamt fjölskyldunni reka þar sveitahótel.

Helga, sem er menntuð sem mjólkurfræðingur, vann áður sem gæðaeftirlitsmaður hjá Actavis og það er því um talsverða breytingu að ræða á daglegri vinnu hjá henni. „Ég hafði starfað hjá Actavis í um áratug. Það var hrein og klár skrifstofuvinna sem fólst í því að yfirfara skjöl og skýrslur. En ég vildi gera eitthvað annað.

Ég sagði því upp störfum og horfði í kringum mig. Þá sáum við þetta auglýst til sölu í janúar og skömmu seinna vorum við orðnir eigendur að gistiheimilinu hér að Hjarðarbóli,“ segir Helga. Nú felst vinnan hjá henni í að taka á móti gestum, sinna markaðsstarfi og öðru sem þarf að gera í rekstri lítils hótels á landsbyggðinni.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinGuðmundur fékk menningarviðkenninguna
Næsta greinDraghundahlaup um helgina