Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Heimi Eyvindarson í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms.
Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að ákvörðun bæjarstjórnar sé byggð á niðurstöðu ráðgjafa Attentus og ópólítískrar hæfninefndar sem taldi Heimi mæta best þeim kröfum sem gerðar voru í auglýsingu um starfið.
Heimir starfar nú sem deildarstjóri elsta stigs við Grunnskólann í Hveragerði, hann starfaði fyrst sem deildarstjóri sérkennslu og síðar sem deildarstjóri náms og kennslu. Áður var hann leiðbeinandi í grunnskóla á árunum 2005-2010 og grunnskólakennari frá árunum 2010-2013. Heimir tekur til starfa í Stykkishólmi 1. ágúst næstkomandi.