Heita vatnið tekið af í Þorlákshöfn

Vegna bilunar á aðveituæð þarf að loka fyrir heita vatnið í Þorlákshöfn kl. 20 í kvöld. Heitavatnslaust verður frá Þorlákshöfn og í dreifbýlinu að Bakka.

Gert er ráð fyrir að hleypa á vatni kl. 22:00 í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

„Íbúar á svæðinu ættu flest allir að vera komnir með heitt vatn uppúr miðnætti. Ráðlegt er að hafa glugga lokaða og dyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur og gæta að því að lokað sé fyrir heitavatnskrana til að forða slysum eða tjóni þegar vatni verður hleypt á að nýju,“ segir í tilkynningu.

Fyrri greinMinnihlutinn vill sameinast Ölfusi
Næsta greinSólheimahús risið í Suður-Afríku