Vegna bilunar í aðveituæð hitaveitu Orkuveitunnar í Rangárþingi er nú heitavatnslaust í þéttbýlinu á Hellu, Ægissíðu, Hvolsvelli og austur úr.
Unnið er að viðgerð en reikna má með að heitavatnsleysið standi frameftir kvöldi og biðst Orkuveitan velvirðingar á óþægindum vegna þessa.
Íbúum er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysum eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.
Þar sem svalt er í lofti er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.