Slökkviliðið í Þorlákshöfn var kallað að húsi við Skálholtsbraut kl. 3:11 í nótt þar sem kviknað hafði í grillkolum í poka.
Húsráðendur höfðu grillað á kolagrilli um kvöldið og sett grillin í kolapokann eftir eldamennskuna.
Að sögn lögreglu var ennþá glóð í kolunum og á endanum kviknaði í pokanum. Mikill hiti myndaðist og sprakk rúða í húsinu og reyk lagði þar inn.
Töluverður reykur var í húsinu en slökkviliðsmenn reykræstu og heimilisfólki varð ekki meint af.