Hekla á næsta leik

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að næsta eldgos á Íslandi muni verða í Heklu eða Grímsvötnum. Vikur eða mánuðir séu í gos.

Í viðtali í fréttum Sjónvarpsins sagði Páll að vísindamenn þekktu hegðun eldstöðva á Íslandi og þess vegna séu sumar þeirra líklegri en aðrar.

Hekla hefur verið að safna efni í gos frá síðasta gosi árið 2000 og hún er tilbúin í næsta gos að sögn Páls. „Hekla á næsta leik,“ segir Páll og bætir við að vísindamenn vonist til að geta séð þegar kvikan fer af stað í gegnum fjallið upp til yfirborðs.

Páll segir það sama uppi á teningnum með Grímsvötn þar sem fyrst komi hlaup og svo muni gjósa. Þetta muni gerast innan skamms. „Ég er að tala um vikur og mánuði í þessu sambandi,“ segir Páll.

Frétt Sjónvarpsins

Fyrri greinSex marka tap í Safamýrinni
Næsta greinHeimamenn skoða kaup á Límtré Vírnet