Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi bárust lögreglunni á Selfossi boð frá Neyðarlínu um mann sem talið var að hefði orðið fyrir rafstuði frá rafstuðbyssu í Þorlákshöfn.
Í ljós kom að óþekktir einstaklingar höfðu ráðist að ungum karlmanni og svipt hann frelsi sínu um stundarsakir og meðal annars beitt á hann rafstuðbyssu. Ástæðan var talin vera sú að árásarmennirnir höfðu árásarþolann grunaðann um innbrot og þjófnað í húsnæði þeim tengdum.
Ungi maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi til skoðunnar. Áverkar hans reyndust ekki alvarlegir.
Málið er í rannsókn.