Framsóknarfélag Árborgar hefur ákveðið að stilla upp á lista fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2014. Þetta var ákveðið á almennum félagsfundi í byrjun mánaðarins.
Við sama tækifæri tilkynntu Helgi S. Haraldsson, núverandi bæjarfulltrúi flokksins, og Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi, að þau gefi áfram kost á sér til starfa fyrir sveitarfélagið Árborg í kosningunum næsta vor.
Á fundinum var kosin fimm manna uppstillingarnefnd undir forystu Gissurar Jónssonar. Í samtali við Sunnlenska.is sagði Gissur leit hafna að áhugasömu og hæfileikaríku fólki með brennandi áhuga á málefnum sveitarfélagsins. Einnig verður auglýst eftir framboðum og ábendingum.
Stefnt er að því að samþykkja framboðsliðsta á félagsfundi í lok nóvember.