Hellisheiði enn lokuð

Hellisheiði er enn lokuð vegna veðurs og ófærðar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að búið sé að opna fyrir umferð á Sandskeiði og unnið sé að mokstri í Þrengslum en þar er þæfingsfærð og stórhríð.

Björgunarsveitir víða um land hafa haft í nógu að snúast í nótt. Björgunarsveitin Tintron í Grímsnesi aðstoðaði bíl sem fór útaf Þingvallavegi og Kyndill aðstoðaði annan sem fór útaf rétt fyrir austan Kirkjubæjarklaustur.

Á Suðurlandi er annars víðast hvar þæfingsfærð ásamt éljagang og skafrenning er færð farin að spillast.

Fyrri greinÞrír flutningabílar stopp á Heiðinni
Næsta greinKennsla fellur víða niður