Þriðjudaginn 15. september verður unnið við fræsingu og malbikun á Suðurlandsvegi um Hellisheiði. Búast má við talsverðum töfum á tímabilinu 09:00 til 19:00 eða á meðan framkvæmdum stendur.
Umferð frá Reykjavík yfir Hellisheiði verður beint um Þrengsli um tíma.
Ökumenn eru beðnir um að sýna ýtrustu aðgát og tillitssemi gagnvart þeim sem vinna við framkvæmdirnar og virða merkingar um hámarkshraða sem og aðrar merkingar.
UPPFÆRT 20:09