Hellisheiði er lokuð. Vesturleiðin vegna vegaframkvæmda en austurleiðin þar sem verið er að koma vöruflutningabifreið af vettvangi eftir umferðaróhapp sem varð í gær.
Allri umferð er því beint um Þrengslin. Ekki er vitað hvenær hægt verði að opna aftur fyrir umferð austur en reiknað er með að lokað verði fram eftir degi.
Verið er að fræsa báðar akreinar á um tveggja km kafla á Hellisheiði til vesturs. Umferð er því beint úr hringtorginu við Hveragerði til suðurs og síðan um Þrengslin. – Áætlað er að þessi vinna standi yfir til kl. 19:00.
Í dag er einnig verið að malbika báðar akreinar til vesturs efst á Sandskeiði, um 1,6 km á milli vegamóta við Bolöldur og Bláfjallavegar. Akreinunum verður lokað á meðan og umferð færð yfir á öfugan vegarhelming. – Áætlað er að vinnan standi til miðnættis.