Vegagerðin hefur lokað vegunum yfir Hellisheiði og um Þrengsli um óákveðinn tíma vegna veðurs. Einnig er lokað frá Vík og vestur fyrir Eyjafjöll vegna óveðurs og hálku.
Veðrið sunnanlands nær hámarki undir kvöld en tekur að draga úr vindi hægt og bítandi eftir kl. 22 til 23. Um leið hlýnar og dregur úr skafrenningi.
Hálka eða snjóþekja er nú á flestum vegum á Suðurlandi en þó er þæfingsfærð við Gjábakka og á nokkrum sveitavegum.
Lögregla á Selfossi hvetur fólk til að vera ekki á ferðinni að óþörfu, enda hefur Veðurstofan varað við stormi(meðalvindhraða yfir 20 m/s) sunnantil á landinu síðdegis. Búist er við ofsaveðri (meðalvindhraða 28 m/s eða meira) syðst á landinu um tíma síðdegis og fram á kvöld.
UPPFÆRT KL. 17:33