Spáin frá því í gær virðist vera að ganga eftir þannig að Vegagerðin hefur ákveðið að loka mjög mörgum vegaköflum í samráði við lögregluna og björgunarsveitir vegna óveðursins.
Búið er að loka þjóðvegi 1 á Suðurlandi frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. Áætlað er að loka veginum milli Reyðarfjarðar og Hafnar klukkan 14:00.
Áætlað er að Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes, Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði og Suðurstrandavegur verði lokað klukkan 15:00 .
Fleiri vegum verður lokað þegar líður á daginn og eru frekari upplýsingar á vefsíðu Vegagerðarinnar.