Hellisheiði opin!

Hellisheiði var lokað í morgun, fjórða sólarhringinn í röð en hún hafði verið opnuð aftur seint í gærkvöldi. Mikil hálka var í Kömbunum og slæmt skyggni og færð á fjallinu.

UPPFÆRT 9:15: Óvissustig er í Þrengslum og búast má við lokun fljótlega. Mosfellsheiði hefur verið lokað.

UPPFÆRT 9:53: Þrengslin eru opin.

UPPFÆRT 10:48: Búið er að opna Hellisheiði til austurs og styttist í að hún opnist í báðar áttir.

UPPFÆRT 10:54: Búið er að opna Hellisheiði og Mosfellsheiði er opin og þar er hálka.

Hellisheiði var lokað í morgun, fjórða sólarhringinn í röð en hún hafði verið opnuð aftur seint í gærkvöldi. Mikil hálka er í Kömbunum og slæmt skyggni og færð á fjallinu.

Það er víðast hvar snjóþekja eða hálka á Suðurlandi og snjókoma. Þæfingsfærð austanmegin við Þingvallavat.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og með suðausturströndinni. Éljagangur er í Öræfasveit.

Fyrri greinGrímuklæddur maður réðst á 13 ára dreng
Næsta greinHlökkum til að spila fyrir fólk út um allan heim