Hellisheiði var lokuð í nótt

Vegurinn yfir Hellisheiði var lokaður í nótt og framundir morgun vegna veðurs. Þoka var á heiðinni, þétt rigning og rok.

Vegmerkingar vegna vegaframkvæmda á Hellisheiði höfðu sumar hverjar færst úr stað í rokinu og áttu ökumenn í erfiðleikum með að átta sig á því hvar á veginum þeir áttu að aka. Þá fór rúta útaf veginum í gærkvöldi.

Þrengslavegur var opinn í nótt en vegurinn yfir Hellisheiði var opnaður aftur um klukkan 7 í morgun.

Hraðatakmarkanir eru á veginum og biður lögreglan ökumenn um að virða þær og gæta þess að nægjanlegt bil sé á milli bíla.

Fyrri greinEggert Valur: Virkt íbúalýðræði – forsenda farsælla ákvarðana
Næsta greinÞórsarar völtuðu yfir Snæfell