Vegna jarðhitarannsókna við Húsmúla á Hellisheiði hefur orðið vart við fjölda smárra jarðskjálfta á svæðinu um helgina.
Á heimasíðu Veðurstofunnar kemur fram að algengt sé að smáskjálftar verði á svæði þar sem unnið er við jarðhitaboranir. Samtals mældust 169 skjálftar á svæðinu frá því aðfaranótt laugardags þar til síðdegis á sunnudag.
Fjórir stærstu skjálftarnir voru á bilinu 2,2 til 2,5 á Richter.