Hellisheiði lokað vegna hálku

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vegagerðin lokaði þjóðvegi 1 um Hellisheiði í kvöld á meðan unnið var að hreinsunarstarfi og hálkuvörnum.

Vegurinn er ennþá lokaður en umferð er beint um Þrengslaveg. Þar er hálka og þoka.

Í kvöld og fram á nótt verður snjókoma á fjallvegum suðvestanlands, með versnandi aksturskilyrðum og takmörkuðu skyggni, að því er fram kemur í athugasemd vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

UPPFÆRT 21:20: Búið er að opna Hellisheiði til austurs en hálka er á veginum. Enn er lokað til vesturs á meðan verið er að fjarlægja bíl.

UPPFÆRT 22:00: Búið er að opna í báðar áttir.

Fyrri greinFullkomlega óskiljanlegt
Næsta greinHjálparsveitin til aðstoðar í Kömbunum