Hellisheiði og Þrengsli lokuð

Suðurlandsvegi um Hellisheiði var lokað um klukkan 17:30 í kvöld og Þrengslavegi var lokað um kl. 19:20. Þar er óveður og blint í skafrenningi.

Þá eru vegirnir yfir Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði einnig lokaðir. 

Suðurlandsvegur er sömuleiðis lokaður á milli Markarfljóts og Víkur og einnig frá Kirkjubæjarklaustri og austur í Jökulsárlón.

Appelsínugul viðvörun er í gildi til miðnættis á Suðurlandi og til hádegis á morgun á Suðausturlandi. 

UPPFÆRT KL. 22:12: Ófært er um Grafning.

UPPFÆRT 14/1 KL. 07:00: Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli.

Fyrri greinEr þitt fyrirtæki á samfélagsmiðlum?
Næsta greinMinni velta á fasteignamarkaði en á sama tíma í fyrra