Hellisheiði lokuð til austurs

Fjöldi ökumanna hefur lent í vandræðum á Hellisheiðinni í dag. Mynd/Vegagerðin

Þjóðvegi 1 yfir Hellisheiði hefur verið lokað tímabundið til austurs vegna umferðaróhapps efst í Hveradalabrekkunni og er umferð beint um Þrengslaveg.

Þar er stór vörubíll með tengivagn í vandræðum og þverar veginn. Snjór og hálka er á Hellisheiði og hefur fjöldi ökumanna lent í vandræðum þar í dag.

Veðurstofan hefur seinkað gulri viðvörun til klukkan 14 í dag en meðal annars er varað við snjókomu til fjalla og því að færð geti spillst.

Nesjavallavegi var lokað á ellefta tímanum í morgun vegna slæmrar færðar.

UPPFÆRT KL. 13:16: Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er búið að opna veginn á nýjan leik.

Fyrri greinAllir flottir í Iðu í kvöld
Næsta greinFylgdarakstur um Reynisfjall í kvöld