Í dag, mánudaginn 17. október, verður þjóðvegur 1 yfir Hellisheiði lokaður til austurs á milli klukkan 9 og 20 vegna framkvæmda. Hjáleið verður um Þrengsli.
Hámarkshraði verður lækkaður niður í 50 km/klst við gatnamót Þrengslavegar og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
„Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningu frá Colas sem er framkvæmdaaðilinn.