Hellisheiði er lokuð til vesturs vegna umferðarslyss neðst í Kömbunum.
Vegurinn verður lokaður á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi.
UPPFÆRT KL. 22:26: Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er búið að opna veginn aftur. Ekki náðist í lögregluna á Suðurlandi við vinnslu fréttarinnar.