Hellisheiði og Þrengslum lokað í sólarhring

Á Hellisheiði. Mynd úr safni. Ljósmynd/HSSH

Vegagerðin hefur uppfært áætlaðar lokanir vegna óveðursins sem væntanlegt er á morgun. Gert er ráð fyrir að loka Hellisheiði og Þrengslum í tæpan sólarhring.

Varað er við lélegu skyggni þegar lausamjöllin fer af stað í fyrramálið víða suðvestanlands og með suðurströndinni. Það hlánar á láglendi og hætt er við flughálku.

Vegagerðin gerir ráð fyrir að loka Hellisheiði og Þrengslum klukkan 6:00 í fyrramálið (á þriðjudagsmorgun) og ekki er gert ráð fyrir að vegurinn verði opnaður fyrr en klukkan 5:00 á miðvikudagsmorgun.

Einnig er gert ráð fyrir lokun á Mosfellsheiði frá klukkan 7:00 í fyrramálið til klukkan 5:00 á miðvikudagsmorgun. Ekki eru enn áætlanir uppi um að loka Suðurstrandarvegi.

Fyrri greinHaukur með tíu mörk í háspennuleik
Næsta greinHætt við lokun á Hellisheiði og Þrengslum