Hellisheiði og Þrengsli lokuð

Hellisheiði lokað. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

UPPFÆRT KL. 15:57: Búið er að opna Hellisheiðina en Þrengslin eru ennþá lokuð.

UPPFÆRT KL. 16:41: Búið er að opna Þrengslin en enn er verið að vinna að mokstri.

——

Vegagerðin hefur lokað Hellisheiði og Þrengslum vegna veðurs og fastra bíla.

Bent er á hjáleið um Suðurstrandarveg.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til klukkan 16 í dag þar sem búist var við snjókomu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Hvassast er undir Eyjafjöllunum og á Hellisheiði.

Fyrri greinHeiðin varasöm eftir hádegi
Næsta greinDíana Lind gefur kost á sér í 3. sætið