Búið er að loka Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði vegna veðurs.
Vegurinn yfir Hellisheiði lokaðist á áttunda tímanum í morgun vegna umferðaróhapps og hefur ekki verið opnaður síðan. Þrengslavegi og Sandskeiði var lokað klukkan hálf tíu.
UPPFÆRT 11:00: Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði og hluta Þingvallavegar hefur verið lokað.
Aðrir vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en hálka og hálkublettir víða.
Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til klukkan 18 í dag. Suðaustan 18-25 m/s og talsverð rigning, en snjókoma eða slydda á fjallvegum, einkum í fyrstu. Búast má við mjög hvössum vindhviðum við fjöll, t.d. undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum.