Hellisheiði og Þrengslum lokað – Björgunarsveitir kallaðar út

Mynd/Vegagerðin

UPPFÆRT 23:51: Búið er að opna Sandskeið og Þrengsli og búist er við að Hellisheiðin verði opnuð um miðnætti. 


Eldri frétt:

Búið er að loka Þjóðvegi 1 yfir Hellisheiði og Þrengslavegi vegna veðurs.

Lyngdalsheiði er einnig lokuð en veginum þar var lokað fyrr í dag.

Rétt í þessu voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar til vegna bíla sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum. Fyrir voru hópar björgunarsveita mættir til að manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði.

Éljabakki gengur yfir suðvestanvert landið síðdegis með snjó um tíma. Hvessir og skefur vestan við hann, 15-20 m/s á milli kl. 17 og 19 og blint s.s. austur yfir fjall. Frá 16 til 22 má reikna með sviptivindum frá Öræfum austur á Hérað, allt að 40-50 m/s í hviðum.

Fyrri greinSjö sækja um yfirmannsstöðu sjúkraflutninga
Næsta greinStrætisvagn fauk útaf