Hellisheiði og Þrengslum lokað

Þjóðvegi 1 yfir Hellisheiði var lokað vegna veðurs um klukkan 18 í dag. Þrengslavegi var lokað uppúr klukkan 17.

Mjög hvasst er um sunnanvert landið og slæmt ferðaveður og appelsínugul viðvörun í gildi.

Þjóðvegur 1 er lokaður undir Eyjafjöllum og eins í Öræfum vegna hvassviðris. 

UPPFÆRT KL. 22:00: Suðurstrandarvegur er lokaður og Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru ófærar.

UPPFÆRT KL. 23:55: Lokunarsvæðið stækkar en nú er þjóðvegurinn lokaður á milli Hveragerðis og Selfoss. Einnig er Þorlákshafnarvegur milli Hveragerðis og Þorlákshafnar lokaður.

Fyrri greinFækkar í sóttkví á Suðurlandi
Næsta greinEkkert ferðaveður á Suðurlandi