Hellisheiði og Þrengslum lokað

Hjálparsveit skáta í Hveragerði stendur/situr vaktina við hringtorgið og lokar upp á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

UPPFÆRT KL. 9:10: Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengsli.

—-

Vegagerðin hefur lokað Hellisheiði og Þrengslavegi vegna óveðurs. Sandskeiðið er einnig lokað.

Suðurstrandarvegur er opinn en þar er snjóþekja. Þjóðvegurinn meðfram Suðurströndinni er á óvissustigi fram eftir morgni og þar gæti verið lokað með litlum fyrirvara.

Fyrri greinStjórnunar- og verndaráætlun Kirkjugólfs staðfest
Næsta greinSkólahald raskast í dag