
Búið er að loka Suðurlandsvegi yfir Hellisheiði og Þrengslavegi. Miðað við áætlanir Vegagerðarinnar má búast við að vegirnir verði lokaðir til kl. 13:00 á morgun, miðvikudag.
Einnig er Biskupstungnabraut lokuð, sem og Laugarvatnsvegur, Lyngdalsheiði og Grafningsvegur.
Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni á Selfosssi. Verkefni björgunarsveita hafa verið að koma inn síðasta klukkutímann, meðal annars á Selfossi og í Þingvallasveit. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu í húsi og sinna veglokunum víða.