Hellisheiðin: Opið

UPPFÆRT KL. 7:22: Hellisheiðin er opin.

UPPFÆRT KL. 0:11: Hellisheiðin er lokuð en Sandskeið og Þrengsli ennþá opin.


Eldri frétt:
Vegna slæms veðurútlits gæti komið til lokunar á Hellisheiði og Þrengslum frá miðnætti og til klukkan 6 í fyrramálið.

Einnig er reiknað með mjög hvössum vindi undir Eyjafjöllum.

Víðast hvar á láglendi á Suðurlandi eru vegir orðnir auðir en versnandi veður er á Hellisheiði og Þrengslum þar sem er hálka eða hálkublettir og töluverður skafrenningur.

Í kvöld, nótt og fyrramálið gengur austan stormur með úrkomu yfir landið frá suðri til norðurs. Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu.

Fyrri greinKvenfélagið Hallgerður styrkir samfélagið
Næsta greinSkaftárhreppur skoðar svæði fyrir skógrækt og landgræðslu