Hellisheiðin opin

Björgunarsveitir að störfum á Hellisheiði í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

UPPFÆRT KL. 11:58 Búið er að opna Hellisheiði. Þar er snjókoma og skafrenningur.

—-

Hellisheiðinni hefur verið lokað vegna bíla sem þar hafa lent í vandræðum í ófærð. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til aðstoðar.

Þrengslavegur er á óvissustigi og þar er aðeins vel búnum bílum hleypt í gegn.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til klukkan 13 í dag og er búist við talsverðri snjókomu með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum til fjalla.

Útlit er fyrir að veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni verði lokað í dag frá morgni og fram eftir degi. Stærri bílar ættu ekki að vera á ferðinni vegna vinds á þessu svæði.

Hér fyrir neðan eru myndir frá Landsbjörgu sem teknar voru í dag.

Fyrri greinSpennuleikur í Gjánni
Næsta greinEngir múrar á milli þjónustuveitenda