Hellisheiðin opin

Hellisheiði er lokuð vegna veðurs. Hjáleið er um Þrengsli en þar eru hálkublettir og óveður.

Ökumenn hafa verið í vandræðum á Hellisheiði og Þrengslum í dag og nokkrir skautað út fyrir veg í hálku og roki.

Eins fór stór flutningabíll útaf Þorlákshafnarvegi við gatnamótin hjá Þrengslavegi nú síðdegis.

UPPFÆRT KL. 22:00 Búið er að opna Hellisheiði í austurátt.

UPPFÆRT KL. 22:31 Búið er að opna Hellisheiði.

Fyrri greinTenerife er alveg smá ofmetið
Næsta greinFyrsta lamb ársins komið í heiminn