UPPFÆRT KL. 14:00: Búið er að opna veginn á nýjan leik.
Hellisheiði er lokuð meðan olíuflutningabíll verður fjarlægður en hann fór útaf á austurleið á háheiðinni í morgun.
Ökumanninn sakaði ekki.
Dæla þarf olíunni af bílnum áður en hann verður dreginn upp á veg en búist er við að lokunin standi eitthvað fram yfir hádegi.
Um borð í bílnum eru 40.000 lítrar af olíu sem ætlað var til dreifingar á Suðurlandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi, sem segir að bifreiðin hafi verið í hefðbundnum áætlunarakstri.
Vegfarendum er bent á að fara um Þrengslin meðan á aðgerðum stendur.