Hellisheiðin og Þrengsli lokuð – allt fast austan Þjórsár

Björgunarsveitarfólk á ferðinni. Mynd úr safni. Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Búið er að loka Hellisheiði og Þrengslum vegna ófærðar og veðurs. Þá er einnig búið að loka Þjóðvegi 1 austan við Þjórsá, og allt austur í Vík.

Samkvæmt upplýsingum frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu er mikið af föstum bílum á svæðinu og allar björgunarsveitir í Rangárvallasýslu vinna hörðum höndum að koma fólki í húsaskjól.

Þá er Suðurstrandarvegur ennþá lokaður en hann hefur verið það síðan klukkan 10:30 í morgun.

Fréttin verður uppfærð

Fyrri greinDramatískt fimmtudagskvöld í Gjánni
Næsta greinOlíublautir fuglar við suðurströndina