Búið er að loka veginum yfir Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði vegna veðurs. Aðrir vegir í Árnessýslu eru á óvissustigi.
Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til klukkan 18:30 í kvöld. Búast má við dimmum éljum og skafrenningi með lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum.
Flestir vegir í Árnessýslu eru á óvissustigi til klukkan 20 í kvöld og gætu lokað með stuttum fyrirvara. Það gildir meðal annars um vegi í Uppsveitum og Árborgarhringinn.
UPPFÆRT 14:30: Þingvallavegur er lokaður, sem og Grafningsvegur og Mosfellsheiði.
UPPFÆRT 14:45: Suðurstrandarvegur er lokaður.
UPPFÆRT 15:00: Búið er að loka hringveginum milli Hvolsvallar og Víkur og einnig á milli Kirkjubæjarklausturs og Skaftafells.
UPPFÆRT 15:19: Búið er að loka Suðurlandsvegi milli Selfoss og Hveragerðis vegna ófærðar.
UPPFÆRT 17:30: Búið er að opna á milli Selfoss og Hveragerði.
UPPFÆRT 18:30: Opið er um Þrengsli og Sandskeið.
UPPFÆRT 18:40: Búið er að opna Hellisheiði.