Helmingur nemendanna í skólakórnum

Kórstarf vetrarins í Menntaskólanum að Laugarvatni er nú farið af stað undir styrkri stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Rétt um helmingur nemenda skólans taka þátt í kórstarfinu.

Framundan eru vikulegar æfingar og æfingabúðir, auk tónleika en það sem verður samt líklega rauði þráðurinn í vetrarstarfinu er undirbúningur fyrir utanlandsferð sem er stefnt að í apríl. Fyrir slíkt þarf að æfa vel, skipuleggja og safna farareyri.

Á heimasíðu skólans er sagt frá þeirru skemmtilegu staðreynd að í skóla sem ekki telst til tónlistarskóla, skuli rétt um helmingur nemenda kjósa að taka þátt í kórstarfi.

Af þeim 67 sem nú eru skráðir í kórinn eru 38 stúlkur og 29 piltar.

Fyrri greinÞórsarar drógu sig úr Lengjubikarnum
Næsta greinSelfyssingum spáð í umspil