,,Það má kannski segja að þetta sé örlítið líflegra en í fyrra en samt ósköp mikil ládeyða,” segir Guðmundur Einarsson, fasteignasali á fasteignasölunni Fannberg á Hellu.
Guðmundur sinnir einkum Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu. Hann segir að það sé fyrst og fremst hreyfing á íbúðarhúsnæði og sumarbústöðum, þar fyndist dálítill áhugi en framboðið væri vissulega mikið líka. Því væri verðið heldur að lækka.
,,Jarðir og lönd hreyfast hins vegar ekki,” sagði Guðmundur.