Lögreglan á Selfossi stöðvaði nú síðdegis ökumann á leiðinni upp á Hellisheiði vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.
Þegar farþegarnir í bílnum urðu lögreglunnar varir fleygðu þeir efnum út úr bílnum. Lögregla fann þau hins vegar, en talið er að um nokkur grömm af kannabisefnum sé að ræða.
Ökumaðurinn hafði þegar verið sviptur ökuréttindum og því próflaus.
Mikil umferð hefur verið í umdæmi Selfosslögreglunnar í dag og hefur hún gengið stórslysalaust.