Héraðsdómur Suðurlands stofnun ársins hjá SFR

Héraðsdómur Suðurlands er stofnun ársins 2014 með færri en 20 starfsmenn. Félagsmenn SFR og aðrir ríkisstarfsmenn voru spurðir um starfsskilyrði þeirra og líðan á vinnustað.

Átta þættir voru mældir í könnuninni; trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar og ánægja og stolt.

Í samsetningu heildareinkunnar er vægi þáttanna átta mismunandi. Trúverðugleiki stjórnenda vegur þyngst eða 28% en minnst er vægi sveigjanleika vinnu, ímyndar og sjálfstæðis í starfi eða 9%.

Í flokki stofnana með færri en 20 starfsmenn var heildarmeðaleinkunnin 4,114. Héraðsdómur Suðurlands fékk einkunnina 4,837. Svarhlutfall starfsmanna hjá embættinu var 80-100%.

Þess má geta að Héraðsdómur Suðurlands var jafnframt í 1. sæti yfir allar ríkisstofnanir sem tóku þátt í könnuninni, alls 148 talsins.

Sjá nánar hér.

Fyrri greinOpinn fundur með Árna Páli
Næsta greinViðar og Jón Daði valdir í A-landsliðið