Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. október næstkomandi.
Herdís var valin úr hópi tíu umsækjenda og var önnur tveggja sem metnir voru hæfastir. Hún hefur að undanförnu starfað sem verkefnisstjóri á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítalans.
Frá 1. október munu Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands, Suðurlands og Vestmannaeyja verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Suðurlands.