Herdís skipuð forstjóri HSu

Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra hef­ur skipað Her­dísi Gunn­ars­dótt­ur for­stjóra nýrr­ar Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands sem tek­ur til starfa 1. októ­ber næst­kom­andi.

Her­dís var val­in úr hópi tíu um­sækj­enda og var önn­ur tveggja sem metn­ir voru hæf­ast­ir. Hún hefur að undanförnu starfað sem verkefnisstjóri á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítalans.

Frá 1. október munu Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands, Suðurlands og Vestmannaeyja verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrri greinSlasaðist á fæti í Klambragili
Næsta greinSelfoss spilar um 5. sætið