Herjólfur lagði í fyrsta sinn að bryggju í Landeyjahöfn klukkan 23:40 í gærkvöldi eftir rúmlega hálftíma ferð frá Eyjum.
Fjöldi fólks var samankomið í Landeyjahöfn til að fylgjast með þessum viðburði.
Prufuferðin var farin til að máta bátinn við mannvirkin og athuga hvort innsiglingin sé örugg. Landeyjahöfn verður opnuð formlega næsta þriðjudag og áætlunarferðir Herjólfs hefjast daginn eftir.
Í vikublaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum er haft eftir Guðmundi Pedersen, rekstrarstjóra Eimskips innanlands, að mönnum lítist vel á hafnarmannvirkin sem slík og ef ekkert óvænt komi upp með skipið muni siglingar hefjast samkvæmt áætlun.
Fleiri myndir frá komu Herjólfs má sjá í albúminu hér til hægri. Myndirnar tók Sigurður Jónsson á Hvolsvelli.