Siglingastofnun vinnur nú að endurskoðaðri áætlun Herjólfs fyrir næstu daga með tilliti til sjávarfalla í Landeyjahöfn.
Skipstjóri Herjólfs hefur aflýst ferðum eftir að skipið tók tvívegis niður í nýju höfninni í gær. Talið er að gosefni frá Eyjafjallajökli sem hafa borist fram með Markarfljóti hafi safnast saman við austari hafnargarðinn og veldur það vandræðum við siglingar um hafnarmynnið.
Endurskoðuð áætlun Herjólfs milli lands og Eyja mun líklega gilda fram á föstudag, en miðað við veðurspá er ekki talið að dýpkun í Landeyjahöfn geti hafist fyrr en undir lok vikunnar.
Ekki er gert ráð fyrir að Herjólfur sigli í Þorlákshöfn næstu daga.